Umhverfisnefnd

76. fundur 23. maí 2007 kl. 09:02 - 09:02 Eldri-fundur
76. fundur umhverfisnefnd haldinn á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 22. maí 2007 kl. 14.30
Mættir: Valgerður Jónsdóttir, Sigurgeir Hreinsson, Brynhildur Bjarnadóttir og Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri.

1) Haldnir hafa verið 2 opnir fundir á vegum nefndarinnar nú í vor:
a)    Fundur á degi umhvefisins, 25. apríl. Haldnir voru 3 fyrirlestrar um umhverfismál, Sigurður Friðleifsson fjallaði um útblásturmál á íslandi, Brynhildur Bjarnadóttir um kolefnisbindingu með skógrækt og Gunnar Garðarsson um endurvinnslu úrgangs. Fundurinn tókst mjög vel og umræður spunnust um umhvefismál almennt.
b)    Fundur um Kerfil og Njóla, 15. maí. Bjarni E. Guðleifsson og ólafur Vagnsson fjölluðu um aðgerðir til að halda kerfli og njóla í skefjum. Tókst mjög vel. Mæting var góð og líflegar umræður um aðgerðir gegn útbreiðslu kerfils. Fundarmenn skoruðu á sveitarstjórn að grípa nú þegar til róttækra aðgerða til að hefta útbreiðslu skógarkerfils.

2) Rætt um aðgerðir gegn kerfli og njóla.
ákveðið að reyna að eyða kerfli á þeim svæðum þar sem hann er að byrja að skjóta sér niður. ákveðið að senda út leiðbeiningar í sveitapósti um aðferðir varðandi eyðingu. ákveðið að leita samstafs við vegagerð um svipað fyrirkomulag og á síðasta ári varðandi njóla eyðingu. Nefndin sammála um að það þurfi að gera heildstæða áætlun um aðgerðir til að hefta útbreiðslu skógarkerfils og að leita leiða til að fjármagna aðgerðir.

3) Almennt rætt um umgengnismál í sveitarfélaginu.

Getum við bætt efni síðunnar?