Gjaldskrár

 

Fasteignagjöld

Uppfært í janúar 2024

 

Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis: A-skattflokkur 0,39%

Íbúðarhús og sumarbústaðir ásamt lóðum og lóðarréttindum, erfðafestulönd og jarðeignir sem eingöngu eru nýttar til landbúnaðar, mannvirki og útihús á bújörðum.

 

Fasteignagjöld stofnana: B-skattflokkur 1,32%

Sjúkra- og heilbrigðisstofnanir, skólar, íþróttahús o.fl. samanber reglugerð um fasteignaskatt nr.1160/2005

 

Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis: C-skattflokkur 1,35%

Aðrar fasteignir en þær sem falla undir A og B flokk t.d. verslunar-, iðnaðar-, og skrifstofuhúsnæði ásamt lóðum og lóðarréttindum

 

Lóðarleiga 0,75%
Holræsagjald 0,1%

Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

 

Reglur um afslátt á fasteignaskatti í Eyjafjarðarsveit vegna 2024

 

1. gr.

Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Eyjafjarðarsveit er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr., 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

 

2. gr.

Rétt til afsláttar eiga íbúðareigendur í Eyjafjarðarsveit sem búa í eigin íbúð og:

a)  eru 67 ára á árinu eða eldri eða

b)  hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkjar.

Afslátturinn nær eingöngu til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í.

 

3. gr.

Hjón og samskattað sambýlisfólk fær afslátt þó einungis annar aðilinn uppfylli skilyrði 2. gr.  Ef um fleiri en einn íbúðareigenda er að ræða að eign, sem ekki uppfylla skilyrði 1. mgr., er veittur afsláttur til þeirra sem uppfylla skilyrði 2. gr., í samræmi við eignarhluta þeirra.

Einnig er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár hjá þeim sem flutt hafa úr eigin íbúð á öldrunarstofnun eða eiga áfram íbúð, sem ekki leigð út eða nýtt af skyldmennum.

 

4. gr.

Afslátturinn er hlutfallslegur og tekur tillit til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna ársins 2021, samkvæmt skattframtali 2022. Tekjumörk eru sem hér segir:

 

 Einstaklingar Afsláttur
 0 – 3.999.342 kr.
100%
 3.999.343 - 4.439.239 kr.            
75%
 4.439.240 - 4.868.240 kr.
50%
 4.868.241 - 5.319.004 kr.
25%

 

 Hjón og samskattað sambýlisfólk Afsláttur
 0 – 6.795.220 kr.
100%
 6.795.221 - 7.406.867 kr.       
75%
 7.406.868 - 8.115.717 kr. 50%
 8.115.718 - 8.557.911 kr. 25%

 

5. gr.

Hafi orðið veruleg breyting á högum umsækjenda er heimilt að víkja frá reglum varðandi búsetu í íbúð og viðmið um tekjumörk sl. árs.

Hér er einkum átt við sérstök tilvik, s.s.:

• Þegar maki hefur fallið frá á árinu og tekjur lækkað verulega. 

• Ef um skyndilega örorku er að ræða sem hefur veruleg áhrif til lækkunar tekna. 

• Þegar viðkomandi hefur flutt úr eigin íbúð á öldrunarstofnun en á íbúðina áfram, enda sé hún ekki leigð út eða nýtt af skyldmennum. Í slíkum tilvikum er heimilt að lækka fasteignaskatt í allt að 3 ár.

Umsóknir skv. þessari grein skulu afgreiddar af sveitarstjórn.

 

Förgun úrgangs og sorphirða

Uppfært í janúar 2024

 

1. gr.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið, sbr. heimild í samþykkt um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra nr. 541/2000, að leggja á gjald fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í sveitarfélaginu eins og nánar er kveðið á um í gjaldskrá þessari.

 

2. gr.

Gjaldið miðast við stærð og tegund íláta og fjölda tæminga. Hverjum húsráðanda er skylt að nota það ílát, sem sveitarstjórn ákveður og hentar magni úrgangs sem til fellur á hverjum stað sbr. heimild í 9. gr. samþykktar nr. 541/2000 um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Norðan Miðbrautar er lífrænum úrgangi safnað sérstaklega, en sunnan Miðbrautar gefst íbúum kostur á að kaupa jarðgerðartunnu með aðstoð sveitarfélagsins.

Þá er lagt á sérstakt gjald á búfjáreigendur til að standa straum af kostnaði við förgun dýraleifa og miðast gjaldið við að standa undir hluta af áætluðum kostnaði við förgunina fyrir hverja búfjártegund.

 

3. gr.

Á hverja íbúð greiðist sorphirðugjald sem ræðst af stærð íláta, staðsetningu og úrgangstegund:

 

Stærð tunnu

Almennur úrgangur:

240 l

360 l

660 l

1.000 l

  Sunnan Miðbrautar

22.531 kr.

30.460 kr.

48.354 kr.

67.476 kr.

  Norðan Miðbrautar

27.117 kr.

30.460 kr.

48.354 kr.

67.476 kr.

Flokkaður úrgangur:

240 l

360 l

660 l

1.000 l

  Endurvinnslutunna

13.903 kr.

16.709 kr.

26.815 kr.

31.849 kr.

  Lífrænn úrgangur

29.904 kr.

36.155 kr.

 

 

4. gr.

Á hvert frístundahús er lagt sorpeyðingargjald kr. 11.567 enda geti notendur þeirra losað sig við sorp á gámasvæði á vegum sveitarfélagsins.

Eigendur frístundahúsa geta samið um að sorp verði tekið hjá þeim á tímabilinu 1. júní – 31. ágúst, enda séu sorpílát þá höfð aðgengileg fyrir verktaka sem sjá um sorphirðuna. Sorphirðan fylgir þá sömu reglum og sorphirða sunnan Miðbrautar og skal greiða fyrir þjónustuna 50% af sorphirðugjaldi íbúða sunnan Miðbrautar í stað sorpeyðingargjaldsins.

 

5. gr.

Gjald fyrir eyðingu dýraleifa er lagt á heildarfjölda hverrar búfjártegundar samkvæmt búfjáreftirlitsskýrslu og er eftirfarandi:

- Nautgripir 1.208 kr./grip

- Geldneyti 604 kr./grip

- Sauðfé og geitfé 145 kr./grip

- Hross 223 kr./grip

- Grísir 564 kr./grip

- Hænur 17 kr./pr. hænu

 

6. gr.

Gjald fyrir sorphirðu og sorpeyðingu skal álagt og innheimt með fasteignaskatti og öðrum fast-eigna¬gjöldum og nýtur gjaldið lögveðs í fasteign þeirri sem það er lagt á, sbr. lög um tekju-stofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum.

 

7. gr.

Gjaldskrá þessi er var staðfest af sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 7. desember 2023, sbr. heimild í 8. gr. samþykktar um sorphirðu sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, nr. 541/2000 með síðari breytingum, sbr. einnig lög nr. 55/2003 með síðari breytingum, um meðhöndlun úrgangs, og lög nr. 7/1998 með síðari breytingum, um hollustuhætti og mengunarvarnir og tekur gildi við birtingu. Jafnframt fellur gjaldskrá sama efnis nr. 312/2018 úr gildi.

 

Fráveitu- og rotþróargjöld

Uppfært í janúar 2023

 

1. gr. 

Sveitarfélagið innheimtir árlega fráveitu- og rotþróargjöld skv. gjaldskrá þessari og samþykkt nr. 306/2008 um fráveitur í Eyjafjarðarsveit. Fráveitugjöld nefnast einnig holræsagjöld. 

Gjöldin skulu innheimt með fasteignagjöldum og njóta lögveðs í fasteign þeirri sem lagt er á, sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, með síðari breytingum. 

 

2. gr. 

Fráveitugjöld

Af fasteignum í Eyjafjarðarsveit, sem liggja við vegi, götur eða opin svæði og tengjast fráveitulögnum sveitarfélagsins skal árlega greiða fráveitugjald, sbr. 16. gr. samþykktar nr. 306/2008 um fráveitur í Eyjafjarðarsveit. 

Holræsagjald skal vera 0,1% af fasteignamati húsa, mannvirkja, lóða og landa skv. lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald.

 

3. gr.

Rotþróagjöld

Fyrir hreinsun og tæmingu á rotþró í Eyjafjarðarsveit skal húseigandi greiða árlegt rotþróargjald, sbr. 17. gr. samþykktar nr. 306/2008, um fráveitur í Eyjafjarðarsveit, sem standa skal undir kostnaði við verkið. 

Þróargjald fyrir árið 2020 skal vera:

10.148 kr. fyrir þrær undir 1.800 l að rúmmáli

15.505 kr. fyrir þrær 1.801-3.600 l að rúmmáli.

 

Heimilt er að innheimta aukagjald af þeim húseignum þar sem um óvenju mikinn kostnað er að ræða við hreinsun og tæmingu eða þegar um sérstaka rotþró við útihús er að ræða. Gjald þetta má þó aldrei vera hærra en svo að nemi sannanlegum kostnaði við verkið.

 

4. gr.

Gjaldskrá þessi var samþykkt af sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 25. nóvember 2025 og tekur þegar gildi.

 

Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu

Uppfært í ágúst 2023

 

1. gr.

Þjónustuþegar greiða fyrir aðstoð við almenn heimilisstörf, aðstoð við rekstur erinda, heimsendingu matar og akstur. Önnur þjónusta er gjaldfrjáls. 

Þeir sem búa í Hrafnagilshverfi og geta ekki eldað sjálfir um skemmri eða lengri tíma og búa ekki á heimili með öðrum sem eru færir um það, geta sótt um að fá heimsendan mat í hádeginu þegar mötuneyti Eyjafjarðarsveitar er starfrækt. Utan Hrafnagilshverfis er reynt að finna einstaklingsbundnar lausnir. 

 

2. gr. 

Gjald fyrir heimaþjónustu er reiknað út frá launataxta Einingar Iðju 128-1 að viðbættu 6% persónuálagi, 13,04% orlofi og 25% launatengdum gjöldum og uppfærist í ágúst ár hvert.

Gjald fyrir matarbakka uppfærist í ágúst ár hvert miðað við vísitölu neysluverðs 1. júlí. 

Gjald fyrir akstur tekur mið af aksturskostnaðir Ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytis í ágúst ár hvert.

 

Gjöld eru sem hér segir:

Heimaþjónusta 4.365 kr./klst.

Matarbakki 1.118 kr.

Akstur 141 kr./km

 

3. gr. 

Afsláttur er veittur af gjaldi heimaþjónustu miðað við tekjur þjónustuþega. Ekki er veittur afsláttur af gjaldi fyrir matarbakka né akstur. 

Tekjumörk eru ákvörðuð út frá framfærsluviðmiðum Tryggingastofnunar í ágúst ár hvert, þar sem þeir sem hafa tekjur undir framfærsluviðmiðum ásamt heimilisuppbót greiða ekki fyrir heimaþjónustu. Viðmiðunartekjur fyrir hjón og sambúðarfólk er hið sama og fyrir einstaklinga margfaldað með 1,5. Þeir sem hafa tekjur að 50% yfir viðmiðunartekjur greiða ⅓ af gjaldi, þeir sem hafa tekjur að 75% yfir viðmunartekjum greiða ½ af gjaldi og þjónustuþegar með tekjur umfram það njóta ekki afsláttar. 

 

Afsláttur heimaþjónustu:

Tekjumörk einstaklinga

Tekjumörk hjóna/sambúðarfólks

Gjald

0 – 4.788.408

0 – 7.182.612

0 kr.

4.788.409 – 7.182.612

7.182.613 – 10.733.918

1.455 kr.

7.182.613 – 8.379.714

10.733.919 – 12.569.571

2.183 kr.

Tekjur yfir 8.379.714

Tekjur yfir 12.569.571

4.365 kr.

 

Árlega er kallað eftir tekjuupplýsingum. Kjósi þjónustuþegar af einhverjum ástæðum að skila ekki inn tekjuupplýsingum fyrir tilskilinn tíma greiða þeir fullt gjald. Berist gögn eftir tilskilnn frest tekur breyting gildi næsta mánuð á eftir. Þjónustuþegi skal tilkynna breytingar á högum sínum. 

 

4. gr. 

Gjöld eru innheimt mánaðarlega, í næsta mánuði eftir að þjónusta er innt af hendi.

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar

Uppfært í janúar 2023

 

Sund og líkamsrækt Fullorðnir Börn 6-17 ára Námsmenn Eldri borgarar 67+ Öryrkjar
Eitt skipti 1.000 kr.  350 kr.  - 450 kr.  Frítt
10 miðar 5.500 kr.  3.000 kr.  - - -
30 miðar 14.000 kr.  - - 14.000 kr. -
Árskort 33.000 kr.  3.000 kr. 16.500 kr. 16.500 kr. -
Sturta 500 kr.     450 kr.  

 

Sundföt leiga 900 kr.
Handklæði leiga 900 kr.
Leiga á handklæði og sundfötum saman 1.500 kr.
Sund + leiga á handklæði og sundfötum 2.100 kr.

 

Íþróttasalur - leiga

Ein klukkustund  10.000 kr.

Tvær klukkustundir 15.000 kr. og klukkutíminn eftir það 5.000 kr.

Fastur tími í sal yfir veturinn 7.500 kr.

Ef greitt er fyrir allan veturinn í einu  -10%, ef greitt er fyrir eina önn í einu -5%

 

Gjaldskrá félagsmiðstöðin Hyldýpi

Uppfært í janúar 2023

 

Félagsmiðstöðin Hyldýpi - Leiga

Klukkustund  2.000 kr.

Tvær klukkustundir 3.500 kr. og klukkutíminn umfram það 500 kr.

 

 

Gjaldskrá Laugarborgar

Uppfært í júní 2019

 

Húsaleiga Laugarborg

Leiga og þrif

Salarleiga hálfur dagur

40.000

Salarleiga heill dagur

75.000

Salarleiga kvöldskemmtun

75.000

Helgarleiga

120.000

Innifalið: salarleiga, leirtau, þrif á sal eftir veislu, aðgangur að eldhúsi, aðgangur að skjávarpa og hljóðkerfi.

Gjaldskrá leikskólans Krummakots

Uppfært í ágúst 2023

 

Ath. Við verðin bætist foreldrafélagsgjald. 

 

Dvalartíminn/klst    3.610 kr.

Morgunhressing    2.100 kr.

Hádegisverður       4.201 kr.

Síðdegishressing   2.100 kr.

Fullt fæði                8.401 kr.

 

Á leikskólanum Krummakoti er veittur systkinaafsláttur af dvalargjaldi séu foreldrar með fleiri en eitt barn á leikskólanum og er hann reiknaður svo:

Yngsta barn fullt gjald

30% afsláttur er veittur fyrir annað barn

60% afsláttur fyrir þriðja barn 

100% afsláttur fyrir fjórða barn. 

 

Til að njóta afsláttarf þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Tenging er á milli leikskóla, daggæslu og frístundar. 

 

Leikskólagjöld:

Lengd vistar

Dvalargjald

 m. morgunhr.

m. hádegisverði

með fullu fæði

4

klst

14.440

16.540

 

4,5

klst

16.245

18.345

5

klst

18.050

20.150

24.351

 

5,5

klst

19.855

21.955

26.156

6

klst

21.660

23.760

27.961

6,5

klst

23.465

25.565

29.766

7

klst

25.270

 

33.671

7,5

klst

27.075

35.476

8

klst

28.880

37.281

8,5

klst

30.685

39.086

9

klst

32.490

40.891

 

 

Einstæðir foreldrar, báðir foreldrar í námi, báðir foreldrar atvinnulausir eða annað foreldri í námi og hitt foreldrið atvinnulaust geta fengið afslátt af leikskólagjöldum sem nemur 33,33%.

 

Þær forsendur sem þarf að uppfylla til að njóta afsláttar eru eftirfarandi:

  • Foreldrar í námi þurfa að sýna fram á skólagöngu sína með skólavottorðum í byrjun hverrar annar. Á vottorðinu þarf að koma fram að viðkomandi sé í fullu námi sem varir að minnsta kosti í eitt ár. Í lok annar þarf að skila staðfestingu um námsframvindu.
  • Foreldrar sem slíta samvist eða skilja og óska eftir lægra leikskólagjaldi þurfa að sýna fram á slit hjúskapar eða sambúðar með vottorði frá sýslumanni.
  • Foreldrar sem eru atvinnulausir og falla undir lægra gjaldið verða að skila vottorði frá Vinnumálastofnun um hver mánaðamót.

Lækkun á gjaldi kemur til framkvæmda 1. dag næsta mánaðar eftir framvísun vottorðs. 

Gjaldskrá mötuneytis Hrafnagilsskóla

Uppfært ágúst 2023

 

Nemendur í 1.-7. bekk greiða 484 kr. pr. máltíð. 

Nemendur í 8.-10. bekk greiða 597 kr. pr. máltíð. 

Ávaxta- og grænmetisáskrift er 59 kr. pr. dag. 

 

Innheimt er með jöfnum greiðslum mánaðarlega sep-apr (8 skipti).

Við bætist foreldrafélagsgjald. 

 

2023-2024

 

 

Með ávaxtaáskrift

Án ávaxtaáskriftar

 

Bekkur

Fj. daga

Heildarverð

Verð pr. Gjalddaga

Heildarverð

Verð pr. Gjalddaga

 
 

1.

173

93.939

11.742

83.732

10.467

 

2.

173

93.939

11.742

83.732

10.467

 

3.

173

93.939

11.742

83.732

10.467

 

4.

173

93.939

11.742

83.732

10.467

 

5.

173

93.939

11.742

83.732

10.467

 

6.

173

93.939

11.742

83.732

10.467

 

7.

169

91.767

11.471

81.796

10.225

 

8.

173

113.488

14.186

103.281

12.910

 

9.

173

113.488

14.186

103.281

12.910

 

10.

169

110.864

13.858

100.893

12.612

 

 

Systkinaafsláttur er veittur af gjaldskrá mötuneytis þar sem tvö elstu systkini greiða fullt gjald, þriðja barn greiðir hálft gjald og ekki er greitt fyrir fleiri systkini. Byggir það á fjölda samtals í grunn- og leikskóla. 

 

Til að njóta afsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. 

 

Gjaldskrá tjaldsvæðis Eyjafjarðarsveitar

Uppfært janúar 2023

 

Tjaldsvæði

Fullorðnir

(Frítt fyrir börn 0-17 ára í fylgd með forráðamönnum)

Nóttin

1.600,-  á mann

Rafmagn

1.000,-  á sólarhring

 

 

 

 

 

 

 

 

Gjaldskrá Tónlistaskóla Eyjafjarðar

Gjaldskrá Tónlistaskóla Eyjafjarðar má nálgast á heimasíðu skólans undir skólagjöld. 

 

Gjaldskrá vegna skipulags- og byggingarmála

Gjaldskrá vegna þjónustu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar bs.

 

Gjaldskrá vegna gatnagerðar

Uppfært janúar 2023

 

Greiðsluskilmálar gatnagerðargjalda

Lóðargjald skv. ákvörðun sveitarstjórnar

Einbýli

Raðhús per íbúð

Fjölbýli per íbúð

Greiðsluskilmálar

4.772.782

3.059.475

2.019.255

Við samning

50%

2.386.392

1.529.739

1.009.629

3 mán eftir úthlutun

25%

1.193.195

764.868

504.813

6 mán eftir úthlutun

25%

1.193.195

764.868

504.813

Alls

4.772.782

3.059.475

2.019.255

 

 

Gjaldskrá um akstursþjónustu

Uppfært í ágúst 2023

1. gr.
Rétt til þjónustu eiga þeir sem hafa fengið samþykkta umsókn skv. reglum um akstursþjónustu í Eyjafjarðarsveit.
2. gr.
Notandi greiðir gjald fyrir hverja ferð sem er að hámarki 13 km. Fari vegalengd ferðar umfram 13 km greiðir notandi einnig gjald miðað við ekna kílómetra umfram 13 km. Ferð er skilgreind sem ferð á milli tveggja staða en ekki akstur fram og til baka. Aðstoðarmenn þeirra sem ekki geta ferðast án aðstoðar greiða ekki fyrir akstur.
3. gr.

Ein ferð akstursþjónustu fyrir fatlað fólk  1.191 kr.
Ein ferð annarrar akstursþjónustu  1.833 kr.
Gjald á km umfram 13 km  195 kr.


Gjald er í samræmi við ákvarðanir Ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytis (akstursgjald). Gjald akstursþjónustu fyrir fatlað fólk miðar eina ferð við 13 km og 65% af akstursgjaldi. Gjald annarrar akstursþjónustu miðar við 13 km. Gjald á km umfram 13 km miðast við kílómetragjald Ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytis auk tímagjalds sem er reiknað út frá launataxta Einingar Iðju 126-1 að viðbættu 6% persónu¬álagi, 13,04% orlofi og 25% launatengdum gjöldum deilt á 80 km/klst.
Gjald greiðist óháð því hvort fleiri samnýta ferð.

Þegar samið er við einstaklinga vegna aksturs skal taka mið af 65% af akstursgjaldi Ferðakostnaðarnefndar fjármálaráðuneytis.
Gjald á km. 92 kr.
4. gr.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar sendir út reikninga skv. akstursupplýsingum mánaðarlega.
Gjaldskráin er uppfærð í ágúst ár hvert.

Gjaldskrá sorphirðu á gámasvæði Eyjafjarðarsveitar

Gjaldskrá sorphirðu má nálgast með því að smella hér á hlekkinn.

Síðast uppfært 17. janúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?