Hjálparsveitin Dalbjörg

Hjálparsveitin Dalbjörg var stofnuð árið 1983 og er aðili að Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Sveitin hefur aðsetur í Dalborg í Hrafnagilshverfi. Hjálparsveitin Dalbjörg býr að gróskumiklu starfi áhugasamra félagsmanna og stendur auk þess fyrir öflugu ungliðastarfi. Sveitin er vel búin tækjum og hefur sinnt köllum um aðstoð jafnt í næsta nágrenni svo sem á Eyjafjarðardal og þar í kring auk þess að taka þátt í samræmdum aðgerðum Landsbjargar fjærri heimabyggð.

Heimasíðu Hjálparsveitarinnar Dalbjargar má sjá hér.

Síðast uppfært 21. ágúst 2019
Getum við bætt efni síðunnar?