Umhverfisnefnd

128. fundur 16. október 2014 kl. 08:35 - 08:35 Eldri-fundur

128. fundur umhverfisnefndar Eyjafjardarsveitar haldinn í fundarstofu 2, Skólatröð 9, miðvikudaginn 15. október 2014 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Hákon Bjarki Harðarson formaður, Hulda M Jónsdóttir aðalmaður, Ingólfur Jóhannsson aðalmaður, Sigríður Ásný Ketilsdóttir aðalmaður og Karl Frímannsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigríður Ásný Ketilsdóttir.

Dagskrá:

1. 1409006 - Dagur íslenskrar náttúru 16. september
Bréf barst frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna Dags íslenskrar náttúru þar sem sveitarfélög eru hvött til að til að hafa málefni íslenskrar náttúru í huga í starfi sínu. Dagur íslenskrar náttúru er dagur til þess að njóta, skoða, læra, vernda náttúruna. Tillaga kom að verða við beiðni frá Skógrækt Ríkisins um að týnd yrðu birkifræ og spurning um að við myndum senda fyrirspurn til almennings um að taka þátt í því.
Nefndin var sammála um að hvetja íbúa sveitafélagsins til þess að safna birkifræjum og sveitastjóra falið að vinna að málinu.

2. 1410005 - Endurskipulagning hrægáma - Hörður Guðmundsson
Erindi barst frá Herði Guðmundssyni þar sem óskað er eftir að verklag við losun og staðsetningu gáma fyrir dýrahræ verði endurskoðað.
Nefndin telur að verklag tengd losun hrægáma verði að vera í föstum skorðum og felur skrifstofu sveitarfélagsins að vinna að því.

3. 1405004 - Fjölnota innkaupapokar
Umhverfisnefnd hyggst vinna áfram að því að gefa fjölnota innkaupapoka inn á hvert heimili í Eyjafjarðarsveit.
Nefndin óskar eftir að verkefnastjóri leggji fram sýnishorn af pokunum fyrir næsta fund.

4. 1410008 - Ársfundur Umhverfisstofunar og náttúruverdarnefnda sveitarfélaga 2014
Málið lagt fram til kynningar.

5. 1409027 - Flokkun Eyjafjörður - aðalfundur, stjórnarmenn,framtíðarhugmyndir um Flokkun
Málið lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:34

 

Getum við bætt efni síðunnar?