Skólanefnd

159. fundur 10. maí 2007 kl. 10:27 - 10:27 Eldri-fundur
159. fundur í skólanefnd Eyjafjarðarsveitar var haldinn miðvikudaginn 9. maí 2007 að Syðra-Laugalandi.

Fundurinn hófst klukkan 20:00.

Mættir:    
Skólanefnd:
Auðbjörg Geirsdóttir
Guðrún Harðardóttir
Sigríður Bjarnadóttir
Sigurður Eiríksson og
Valdimar Gunnarsson

áheyrnarfulltrúar:
Anita Jónsdóttir
Anna Gunnbjörnsdóttir
Björk Sigurgeirsdóttir
Karl Frímannsson og
Steinunn ólafsdóttir
 
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:

1. áætlaðir lokunardagar á Krummakoti næsta skólaár.
Anna lagði fram áætlun um lokunardaga vegna skipulags og endurmenntunar á næsta skólaári. Foreldrafélag leikskólans hefur þegar samþykkt áætlunina.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun.

2. Starfsmannamál Krummakots
Fimm starfsmenn Krummakots hafa sagt upp störfum.  Tveir hafa verið ráðnir í staðinn og verður nú þegar auglýst eftir starfsfólki.

3. önnur mál er varða Krummakot
Fjallað var um könnun sem lögð var fyrir foreldra barna í leikskólanum í vikunni.

Aníta Jónsdóttir, Karl Frímannsson og Steinunn ólafsdóttir mættu til fundar

4. Skólalóð - skil á vinnu starfshóps
Fyrir liggur álit starfsnefndar vegna skólalóðar auk sérálits Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur.
Skólanefnd tekur undir sameiginlega niðurstöðu beggja álitanna, að brýnt sé að ráða fagaðila til að halda starfinu áfram nú þegar.
Nefndin hefur nú lokið störfum en ljóst er að kalla þarf til hagsmunaaðila til að vinna með þeim fagaðila sem ráðinn verður.
áætlaður er fundur í skólanefnd þann 14. maí til þess að ræða vinnupunkta starfshópsins og samþykkt er að boða sveitarstjóra og oddvita að taka þátt í honum auk Sigurðar Inga Friðleifssonar.

5. Samningur um skólamötuneyti
Skólanefnd telur brýnt að ganga frá samningum um skólamötuneyti hið fyrsta.

Anna Gunnbjörnsdóttir og Björk Sigurgeirsdóttir viku af fundi

6. Staðan í starfsmannamálum Hrafnagilsskóla
Karl gerði grein fyrir starfsmannamálum en staðan er þannig að einn kennari hættir störfum og hefur nú þegar verið auglýst eftir nýjum.

7. Endurskoðun fjárhagsáætlunar Hrafnagilsskóla í júní
Skólanefnd samþykkir tillögu að verkferli við gerð fjárhagsáætlunar.

8. Mat á þjónustu SBA
Skólanefnd ályktar að árlega fari fram markvisst mat á framkvæmd samningsins.

9. Umfjöllun um skóladagatal
Skólanefnd samþykkir skóladagatal Hrafnagilsskóla 2007-2008 eins og það liggur fyrir.

10. önnur mál er varða Hrafnagilsskóla
Umræður án bókana.
 

Fundi slitið kl. 23.00
Fundargerð ritaði Guðrún Harðardóttir
Getum við bætt efni síðunnar?