Framkvæmdaráð

99. fundur 20. nóvember 2020 kl. 08:00 - 13:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Starfsmenn
  • Elmar Sigurgeirsson forstöðumaður eignasjóðs
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Hjallatröð 3 - 2011018
Framkvæmdaraðili hefur leitað eftir að byggja á lóðinni í Hjallatröð 3. Mælingar hafa verið gerðar á lóðinni í samvinnu við Skipulags og byggingafulltrúa Eyjafjarðar sem gefa til kynna að ef byggingarreitur er færð aftur um 4-6 metra og fallið frá bundinni byggingarlínu þá sé mögulegt að reisa hús á lóðinni. Framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sveitarstjóra sé falið að ljúka málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt

2. Staða framkvæmda 2020 - 2006015
Framkvæmdaráð ræðir stöðu framkvæmda ársins.
Framkvæmdaráð fer yfir stöðu einstaka nýframkvæmda og viðhaldsframkvæmda. Framkvæmdir við fráveitu Hrafnagilshverfis eru vel á veg komnar og er áætlað að stöðin fari í gang í næstu viku.
Samþykkt

3. Fjárhagsáætlun 2021 - Framkvæmdaráð - 2010020
Framkvæmdaráð tekur aðra umræðu um framkvæmdaáætlun komandi árs.
Framkvæmdaráð hefur unnið framkvæmdaáætlun samanber fyrirliggjandi dörg og leggur til við sveitarstjórn að þau drög séu samþykkt.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:20

Getum við bætt efni síðunnar?