Auglýsingablaðið

472. TBL 18. maí 2009 kl. 09:05 - 09:05 Eldri-fundur



Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð föstudaginn 22. maí n. k. vegna námskeiðs starfsfólks. Ef nauðsyn krefur, má hringja í Stefán í síma 864 6444. Starfsfólk.



Skilafrestur auglýsinga í auglýsingablað komandi viku er þriðjudagskvöldið 19. maí.



Sumaropnunartími sundlaugar Eyjafjarðarsveitar tekur gildi 16. maí og verður: Mánudag - föstudag 06:30 – 22:00. Laugardag - sunnudag 10:00 – 20:00



Smámunasafnið er nú opið alla daga milli kl. 13:00 og 18:00 til 15. september. Tvær nýjar smásýningar „gullin hennar Gunnu“ leikföng frá árunum 1960-1970 og „ekki henda“ nýjar flíkur gerðar úr gömlum. Hadda verður með námskeið í að endurskapa úr gömlum ullarflíkum og ef einhver vill losna við t.d. ullarpeysu (hún þarf ekki að vera heil) þá má koma henni á Smámunasafnið og þar fer hún í endurvinnslu. Nánari upplýsingar á www.smamunasanid.is Verið velkomin



Skráningu fer að ljúka í vinnuskólann, sem ætlaður er unglingum fæddum 1993, 1994 og 1995, en umsóknarfrestur rennur út 20. maí n. k. þeir sem skrá sig áður en frestur rennur út, sitja fyrir í vinnu ef takmarka þarf fjölda þeirra sem ráðnir verða eða ef stytta þarf ráðningartímann. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu sveitarfélagsins í síma 463 1335 og á netfanginu thorny@esveit.is . Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Vorfundur Kvenfélagsins Iðunnar verður haldinn laugardaginn 16. maí 2009 kl. 11:00 í Laugarborg. Nýjar konur velkomnar. Kveðja stjórnin.



Bændur athugið. Búnaðarfélag Hrafnagilshrepps og Búnaðarfélag öngulsstaðahrepps boða til fundar í Hlöðunni á öngulsstöðum þriðjudaginn 26. maí kl. 20:30. Dagskrá: 1. Sameining félaganna. 2. önnur mál. Stjórnir félaganna



Góðir sveitungar. Kirkjukór Laugalandsprestakalls ætlar að syngja sumarið inn miðvikudagskvöldið 20. maí í Laugarborg. á dagskrá eru allskonar lög, útlend og innlend. Stjórnandi og undirleikari er Daníel þorsteinsson. Skemmtunin hefst kl. 21:00 en ómögulegt er að vita hvenær henni lýkur (í fyrra var dansað fram yfir miðnætti). Ath.: Miðaverð kr. 500 - aðeins í reiðufé (engin hlutabréf eða svoleiðis).



Vorferðalag Sunnudagaskólans. Næstkomandi sunnudag (17. maí) ætlum við í vorferðalag að Laufási. Mæting er kl. 10.00 á planið við Hrafnagilsskóla og þaðan förum við með rútu í Laufás. þar munum við bralla eitt og annað, fara í leiki, fá okkur grillaðar pylsur o.fl. áætluð heimkoma á planið við Hrafnagilsskóla er kl. 13.30. Allir velkomnir með, bæði börn og fullorðnir!! Brynhildur (s: 863-4085), Katrín (s: 691 1128) og Hannes



Veiðifélag Eyjafjarðarár leyfir nemendum í Hrafnagilsskóla, í tilefni útivistardags að veiða á austurbakkanum, frá Munkaþverá niður að Grísará, fimmtudaginn. 28. maí, frá kl.8.oo - 13.oo. Stjórnin.



Gönguferðir 2009 - Gengið verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00. 19. maí Kjarnaskógur / 26. maí Við Hrafnagil / 2. júní Svalbarðseyri / 9. júní Laufás / 16. júní Hjalteyri / 30. júní Kristnesskógur / 7. júlí Dæluhús Ytra-Laugalandi / 14. júlí Vaðlareitur / 21. júlí Grundarskógur / 28. júlí Gamli Vaðlaheiðarvegur / 4. ágúst Naustaborgir / 11. ágúst Lystigarðurinn / 18. ágúst Jónasarlundur kl.15:00. Göngunefndin



Kæru sveitungar. Næst komandi mánudagskvöld 18. maí kl 19:00 verður sameiginleg kvöldstund þar sem ætlunin er að lagfæra ýmislegt í kringum íþróttavöllinn á Hrafnagili fyrir sumarið. það er margt sem þarf að gera og óskum við eftir því að fá sem flesta til að hjálpa okkur að gera æfingarsvæðið betra. Af og til undanfarin ár hefur verið rætt um að gróðursetja tré norðan og sunnan megin á íþróttavellinum. Er einhver sem þarf að grisja úr skógarreitnum sínum? Ef svo er getið þið hringt í Kolbrúnu í síma 868 5912 í síðasta lagi á sunnudaginn svo að við vitum ca. hve margar plöntur við getum fengið. Kveðja, stjórn Samherja



Kvennahlaup íSí verður laugardaginn 20. júní n.k. Hlaupið verður frá Hrafnagilsskóla. Skráning verður í anddyri sundlaugarinnar og hefst kl. 10:30 og upphitun verður kl. 11:00. þátttökugjald er 1.000 krónur. Bolurinn í ár er bleikur úr dry-fit efni (eins og í fyrra). á sama tíma verður boðið upp á kassaklifur í íþróttasalnum fyrir börnin og hestar frá hestamannafélaginu Funa verða á staðnum. Létt hressing verður í boði fyrir alla og frítt í sund fyrir þátttakendur hlaupsins. Einnig verður frír prufutími í líkamsræktina frá kl. 11:00 þennan dag fyrir þá sem eru eldri en 16 ára. Vonumst til að sjá sem flesta. íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar.
í netútgáfuna
“Meginmarkmið Sjóvá Kvennahlaups íSí er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar. Konur eru hvattar til að stunda hreyfingu ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta aðra daga ársins.
Allar konur geta tekið þátt í Sjóvá Kvennahlaupi íSí á sínum forsendum, óháð aldri og líkamlegri getu. “


Getum við bætt efni síðunnar?