Auglýsingablaðið

1211. TBL 04. október 2023

Auglýsingablað 1211. tbl. 15. árg. 4. október 2023.

 


Sveitarstjórnarfundur

618. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar er fyrirhugaður í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 12. október og hefst hann kl. 8.00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Hrossasmölun og stóðréttir 2023

Hrossasmölun verður föstudaginn 6. október og stóðréttir í framhaldi
þann 7. október kl. 10:00 í Þverárrétt og kl. 13:00 í Melgerðismelarétt.
Þegar stóðið verður komið í réttina á Melgerðismelum heiðrum við
minningu Jónasar í Litla-Dal með ávarpi og tónlist.
Gangnaseðlar eru aðgengilegir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.



Stóðréttaball í Funaborg á Melgerðismelum 7. október

Húsið opnar kl. 22:00.
Hljómsveitin Parafín leikur fyrir dansi.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Hestamannafélagið Funi.



Kæru íbúar Eyjafjarðarsveitar

Lionsklúbburinn Sif sendir ykkur hjartans þakkir fyrir frábærar viðtökur við bleiku slaufunni og stefnir allt í að enn eitt söfnunarmetið verði slegið. Enn er hægt að fá slaufu hjá lionsklubburinnsif@gmail.com eða leggja málefninu lið með því að leggja inn á 565-14-342, kt. 540690-1119. Allur ágóði af sölu slaufunnar rennur til KAON Krabbameinsfélags Akureyris og nágrennis.



Vökuland Vellíðunarsetur

Námskeið:
• Mánudagar: Jógísk slökun,leidd djúpslökun án hljóðfæra eða tóna,
sem saman stendur af öndunar- og núvitundaræfingum.
Byrjar 9. okt. kl. 17:00-18:00.
• Þriðjudagar: Jóga & gongslökun. Styrkjandi jógaflæði kl. 17:30-18:45 /2.500 kr.
• Miðvikudagar: Hljóðbað/Sacred sound. Slakað á með hljóðbylgjum og tónum, innlit í hljóðvísindi. Frá 4. okt. 18:00-19:00 /2.500 kr.
Skráning á öll námskeið og viðburði í s. 663-0498 eða info@vokulandwellness.is

Bleikur október:
• DömuHljóðbað 5.+6. okt. kl. 17:15-18:15. Verð frá 2.500-3.500 kr. og 1.000 kr. af upphæð rennur til KAON.
• Flóð & Fjara heldur hnýtinganámskeið á plöntuhengi 7. okt. kl. 16:00-18:00 og vegghengi 8. okt. kl. 12:00-14:00. Leiðbeinandi er Hera Sigurðardóttir.
Skráning hjá www.flodogfjara.com

www.vokulandwellness.is

 


Dagbókin Tíminn minn 2024
Kvenfélagið Iðunn er með dagbókina Tíminn minn 2024 til sölu á 4.500 kr.
Allur ágóði rennur í hjálparsjóð Iðunnar.

Dagbókin er fallega myndskreytt eftir íslensku listakonuna Björgu Þórhallsdóttur og er full af jákvæðni og góðum ráðum. Tilvalin í afmælis- eða jólagjöf handa ömmum, mömmum, dætrum, frænkum, vinkonum og öllum öðrum sem vilja eignast svona eigulega dagbók.

Nánari upplýsingar og pantanir hjá Hrönn í síma 866-2796 eða á idunnhab@gmail.com.



LEIKSKÓLINN KRUMMAKOT AUGLÝSIR EFTIR KENNARA og starfsmanni í sérkennsluteymi skólans

● Kennari í 100% starf
● Starfsmann í sérkennsluteymi skólans, iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, leikskólakennara/sérkennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi. Um er að ræða tímabundna ráðningu með möguleika á áframhaldandi ráðningu í 100% eða 50% og 50% stöðu.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 69 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára.
Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands.

Unnið er að byggingu nýs húsnæðis fyrir leikskólann sem stefnt er á að opna árið 2024/2025 og gefst því færi á að taka þátt í spennandi tímum og mótun starfsins í nýju húsnæði.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Hæfni samkvæmt reglugerð 1355/2022 um almenna og sérhæfða hæfni kennara og leyfi til að nota starfsheitið kennari.
• Færni í að vinna í stjórnendateymi.
• Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og frumkvæði, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund.
• Góð íslenskukunnátta skilyrði.
• Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.

Umsóknarfrestur er til 15. október 2023.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað.
Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is

Getum við bætt efni síðunnar?