Leikskólinn Krummakot leitar að öflugum aðstoðarleikskólastjóra í stækkandi leikskóla á Hrafnagili

Fréttir

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 81 börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.

Vegna framkvæmda við byggingu nýs og glæsilegs leikskólahúsnæðis fyrir leikskólann Krummakot auglýsum við eftir 50% stöðu aðstoðarleikskólastjóra til og með 31.júlí 2025. Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% stöðu aðstoðarleikskólastóra og 50% önnur störf innan leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Að vera faglegur leiðtogi sem og staðgengill leikskólastjóra
  • Að vinna náið með leikskólastjóra við mótun faglegs leikskólastarfs í stækkandi skóla
  • Að vinna með starfsfólki að því að ýta undir skapandi námsumhverfi þar sem vellíðan ríkir og tryggi að styrkleikar hvers og eins fái notið sín

Aðstoðarleikskólastjóri mun taka þátt í stefnumótandi vinnu og undirbúning á flutningi starfseminnar í nýtt húsnæði. Horft er til þess að um framtíðarráðningu starfsmanns verði að ræða en stjórnunarskipurit starfseminnar verður endurskoðað vorið 2025.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf sem kennari (Leyfisbréf fylgir umsókn)
  • Framhaldsmenntun á sviði menntunarfræða er kostur
  • Reynsla af stjórnun og góð leiðtogahæfni
  • Áhugi og reynsla í að leiða og þróa leikskólastarf
  • Góðir samskiptahæfileikar og vilji til að leita nýrra og skapandi leiða í skólastarfi
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Sveikjanleiki og framsýni í hugsun
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum
  • Góð hæfni í samskiptum er mjög mikilvæg.

Öllum umsóknum verður svarað. Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is