Skipulagsnefnd

411. fundur 29. apríl 2024 kl. 08:00 - 10:00 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Anna Guðmundsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Benjamín Örn Davíðsson
  • Dagný Linda Kristjánsdóttir
Starfsmenn
  • Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Vigfús Björnsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
 
1. Ytri-Varðgjá Vaðlaskógur - aðal- og deiliskipulag v/hótels - 2208016
Sveitarfélaginu hefur borist afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar vegna breytingar á deiliskipulagi Ytri- og Syðri- Varðgjár fyrir hótel. Fyrir liggja jafnframt uppfærð deiliskipulagsgögn frá Landslagi í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar, dags. 24.04.2024.
Skipulagsnefnd fjallar um afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að uppfærð skipulagsgögn verði samþykkt skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
 
Anna Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum fundarlið.
 
2. Ytri-Varðgjá deiliskipulag íbúðarsvæðis - 2308016
Fyrir fundinum liggur tillaga að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Ytri-Varðgjár dags 22.03.2024 en kynningu deiiskipulagstillögu á vinnslustigi lauk 14. janúar sl. og ákvað nefndin á fundi sínum 25. janúar sl. að bregðast þyrfti við nokkrum atriðum. Skipulagstillagan hefur nú verið uppfærð samkvæmt beiðni skipulagsnefnar eins og efni stóðu til, samanber meðfylgjandi samantekt á þeim atriðum sem brugðist hefur verið við. Erindinu var frestað á seinasta fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði krafa um að útbúin verði grænt belti milli Hlíðargjár og Hjallagjár og að gert verði ráð fyrir útivistarstíg þar. Einnig leggur nefndin til að ákvæði um víði- og birkikjarr á lóðum verði felld úr skipulagi og að hæð gróðurs við lóðarmörk verði samræmd við gr. 7.2.2 í byggingarreglugerð. Einnig fer nefndin fram á að nyrsta hreinsivirki fráveitu verði fellt út. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá Veigastaðavegi enda samræmist fyrirliggjandi skipulagstillaga byggð sem fyrir er á svæðinu.
 
3. Ytri-Varðgjá - umsókn um stöðuleyfi fyrir skemmu - 2403029
N10b ehf. sækir um stöðuleyfi til eins árs fyrir 450 fermetra skemmu á núverandi plani við Ytri-Varðgjá en ætlunin er að nýta bygginguna við fyrirhugaðar framkvæmdir á jörðinni. Meðfylgjandi er afstöðumynd frá Landslagi ehf. sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu skemmunnar, dags. 22.03.2024. Erindinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd telur að erindið varði ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins sjálfs og leggur því til við sveitarstjórn að fallið verði frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
4. Garðsá L152598 - fyrirspurn um varnir gegn landbroti og malarnám 2024 - 2403022
Nefndin fjallar um erindi sem frestað var á seinasta fundi. Orri Óttarsson, eigandi Garðsár (L152598), óskar eftir áliti skipulagsnefndar vegna áforma um framkvæmdir við ánna Garðsá til að verjast landbroti. Áin er nálægt því að taka girðingu á tveimur stöðum á jörðinni og því hefur landeigandi uppi áform um að breyta farvegi hennar. Við framkvæmdina falla til um 1000 m3 af möl sem landeigandi hyggst ráðstafa til eigin nota. Meðfylgjandi er afstöðumynd sem sýnir fyrirhugað framkvæmdasvæði.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við áformin.
 
5. Ytri-Varðgjá - ósk um breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar vegna efnistökusvæðis - 2404016
Erindi frá N10b ehf., sem frestað var á seinasta fundi, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þannig að skilgreint verði efnistökusvæði innan jarðarinnar Ytri-Varðgjár. Stærð efnistökusvæðisins yrði um 8000-10.000 fermetrar og gæti efnistaka numið allt að 50.000 m3.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði synjað með vísan til nálægðar til vatnsból. Einnig virðist langsótt að hægt sé að draga úr sjónrænum áhrifum á fullnægjandi hátt með mönum á þessu svæði.
 
6. Brúnagerði - umsókn um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa - 2404019
Heiðin fasteignir ehf. fer þess á leit að fjallað verði um fyrirhugaða beiðni umsækjanda um rekstrarleyfi fyrir skammtímaútleigu 8 íbúðarhúsa við götuna Brúnagerði í landi Brúarlands. Um er að ræða húsin Brúnagerði 2, 3, 4, 5, 6, 8, 11 og 12. Meðfylgjandi er erindi dags. 11. apríl 2024.
Skipulagsnefnd er hugsi yfir fyrirætlunum sem lýst er í erindinu og kallar málshefjanda á næsta fund nefndarinnar til að upplýsa málið betur. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
7. Athafnasvæði á Bakkaflöt - deiliskipulag og breyting á Aðalskipulagi - 2310005
Fyrir fundinum liggja drög að aðal- og deililskipulagstillögum fyrir athafnasvæði á Bakkaflöt. Aðalskipulagstillagan er unnin af Landslagi dags. 20.03.2024 og er deiliskipulagstillagan unnin af Lilium teiknistofu, dags. 22.04.2024 en hún hefur verið uppfærð í samræmi við umræður á seinasta fundi skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd telur að ákveða þurfi stærð gámasvæðis á vandaðan hátt með tilliti til framtíðarþarfa sveitarfélagsins og felur skipulagshönnuði að leggja mat á þá þörf og endurskoða skipulagstillöguna á grundvelli þess. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
 
8. Akraborg - byggingarreitur fyrir kornskemmu - 2404036
Hrafnagil ehf. sækir um byggingarreit fyrir kornskemmu á lóðinni Akraborg, sem stofnuð var úr Ytra-Laugalandi, Meðfylgjandi eru teikningar á vinnslustigi frá Rögnvaldi Harðarsyni dags 17.04.2024 ásamt afstöðumynd dags. 09.02.2024 sem sýnir afmörkun byggingarreits og aðkomu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta grenndarkynningartímabilið ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við erindið. Erindið telst samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabilinu.
 
Dagný Linda Kristjánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.
 
9. Möðruvellir land L192810 - ósk um breytingu á staðfangi 2024 - 2404031
Eigendur Möðruvalla land (L192810) sækja um að breyta staðfangi landeignarinnar úr Möðruvellir land í Möðruvellir 2 samanber meðfylgjandi erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt.
 
10. Hrafnatröð 4 - beiðni um breytingu á deiliskipulagsskilmálum lóðar - 2404033
Brynjólfur Árnason sækir um, fyrir hönd lóðarhafa á lóðinni Hrafnatröð 4 (L235830), heimild til að auka byggingarmagn á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Samkvæmt deiliskipulagi er heimild fyrir byggingarmagni uppá 320 m2 á lóðinni en raðhúsið, sem fyrirhugað er að byggja, er 365 m2 brúttó.
Samskonar breyting var samþykkt á lóðinni við hliðina (Hrafnatröð 6) á fundi skipulagsnefndar, þann 14. ágúst 2023, sem óveruleg deiliskipulagsbreyting.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þar sem erindið varðar ekki hagsmuni annarra en málshefjanda og sveitarfélagsins skuli fallið frá grenndarkynningu.
 
11. Höskuldsstaðir - deiliskipulag íbúðarsvæði - 2404035
Aðal- og deiliskipulag vegna íbúðarsvæðis á Höskuldsstöðum var samþykkt í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 16. ágúst 2011. Aðalskipulagsbreytingin hefur öðlast gildi en deiliskipulagið hefur ekki verið auglýst í B.deild Stjórnartíðinda og hefur því ekki öðlast gildi.
Skipulagsnefnd kallar eftir uppfærðu deiliskipulagi sem samræmist gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd kallar ennfremur eftir uppdráttum af húsi á íbúðarsvæði ÍB24 til afgreiðslu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00
Getum við bætt efni síðunnar?